Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Glæpsamlegt!

Mér þykir það ótrúlegt hversu mikið er orðið um glæpi hér í miðbænum um helgar. Maður heyrir orðið um hverja einustu helgi af einhverjum bavíonum og ógeðum sem eru að stinga fólk, berja það nánast til ólífs eða nauðga ungum stúlkum þannig að þær geta vart gengið á eftir.

Ég spyr bara hvað er að ske??? Er löggæslan orðin svona léleg eða er fólk bara að verða bilaðara með hverju árinu?

Sjálf er ég 20.ára og get sagt fyrir mig að ég þori sko ekki ein niður í bæ lengur hvað þá að detta vel í það!

Það verður að fara gera eitthvað þannig að lýðurin hegði sér almennilega, auka löggæsluna og þyngja refsingarnar svo um munar alla vega til að byrja með.

Ísland er ekki eins og það var , það er ekki eins öruggt og það var og fólk ekki eins vel gert og það var áður. Auðvitað hafa alltaf verið til svartar kindur á milli hinna hvítu en nú er eins og það séu hvítu kindurnar sem standa á milli þeirra svörtu. 

Ég held að það sé stjórnin hér í landinu sem á að sakast fyrst við, jú! þeir ráða nú lögum og reglu. Þar á meðal hegningarlögum!¨

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband