Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
18.10.2006 | 17:09
Allt er þegar þrennt er í dauða eða lífi!
Tíkin mín átti hvolpana sína í fyrra dag. Þrír fyrstu voru dauðir en hinir þrír sprellifandi! Þeir eru allir litlir, sætir og tístandi. Ég hef aldrei séð eins falleg dýr á ævi minni.
Og já ég giftist honum Shaun mínum í gær voða gaman og voða skrýtið. Mér finnst það skrýtnast og eiginlega vandræðanlegast að segja maðurinn minn en ekki kærastinn minn. Veit ekki afhverju það er vandræðanlegt, en jæja blendnar tilfinningar
Ætla að halda áfram að huga að gamla fólkinu mínu núna....
7.10.2006 | 16:17
Jæja...
Þá er maður víst komin með blogg eins og allir aðrir það er ekki hægt að vera svona út úr lengur.
Kærastin minn hann Shaun er loksins komin til mín eftir 4 mánaða aðskilnað sem er búið að vera algert hell, en þetta er allt ok núna hann kúrir við hliðina á mér og ég loksins komin með innri frið að nýju.
Við kynntumst út í englandi en hann er frá Namibíu, fallegasta manneskja sem ég hef á ævinni hitt bæði að innan og utan (fyrir utan mömmu náttlega )
Svo er hún Rósa vinkona að fara flytja aftur til Íslands frá Danmörku GET EKKI BEÐIÐ!! við erum búnar að vera vinkonur sense begining of time. Hún og karlin hennar Helgi koma á þriðjudag það verður gaman
En nú þarf ég víst að fara gera ikkað í vinnuni þannig að ég reyni að muna eftir að skrifa reglulega hér inn.