11.10.2006 | 16:18
Skrýtið...
Mér þykir það skrýtið að ég sé að fara að gifta mig. Ég ætlaði mér aldrei að giftast því mér þótti engin þörf á því, mér fannst það ekki eiga við mig að standa frammi fyrir Guði og allri fjölskylduni að heita óendanlegri ást, umhyggju og stuðningi gegnum súrt og sætt. En maður þarf þess víst ekki það er nóg að fara bara til sýslumanns sem kemur sér vel fyrir mig hina ótrúuðu og unnustan sem er í öðru trúsamfélagi.
Þó maður hafi þennan kvíða alltaf til staðar þá veit maður nákvæmlega hvað maður er að gera þó svo maður spyrji sig á hálftíma fresti, Veit ég hvað ég er að gera? Er þetta rétti gaurin? Hvað ef hann heldur framhjá mér? og þar fram eftir götunum.. Það getur engin látið þennan kvíða bara hverfa því þetta er stórt skref sem maður er að taka í lífinu og ef maður ætlar að vera kvíðin og hræddur við þessa hluti þá mun maður aldrei gera neitt í lífinu, sama prinsipið og með hryðjuverkin, maður getur ekki verið hræddur við að fljúga aftur bara afþví að það gæti verið terroristi í vélinni.
Maður verður á endanum að taka ákvarðanir og maður á að hugsa svona hluti í gegn áður en eitthvað er aðhafst.
Maður getur ekki láttið kvíða og hræðslu stöðva sig í lífinu þá er maður sem gott sem dauður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.